Með MS og segir skammarlegt að ekki séu til peningar fyrir lyfjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2012 19:30 Kona sem hefur verið án MS-lyfja í nokkra mánuði eftir að læknar ráðlögðu henni að hætta á lyfjum vegna aukaverkana segist örvæntingarfull því heilbrigðiskerfið dregur lappirnar í innleiðingu nýs lyfs sem gæti bætt lífsskilyrði hennar. Önnur kona í sömu sporum segir svörin sem hún hafi fengið þau að ekki séu til peningar hjá ríkinu. Án meðhendlunar getur MS-sjúkdómurinn haft í för með sér óafturkræfar skerðingar á hreyfigetu með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Hann getur jafnframt verið bannvænn. Lyf við sjúkdómnum falla í flokk svokallaðra S-lyfja, sem eru að fullu greidd af ríkissjóði. Undanfarin ár hafa MS-sjúklingar notað lyfið Tysabri en stór hluti þeirra hefur þurft að hætta því þar sem þeir hafa mælst í áhættuhópi gagnvart hættulegum aukaverkunum þess. Ein kona lést af þessum aukaverkunum fyrir rúmu ári síðan. Ingunn Jónsdóttir, kennari, hefur nú verið án lyfja í þrjá mánuði. Hún er ein þeirra sjúklinga sem ekki geta notað Tysabri vegna hættu á aukaverkunum. Hún er í hópi sjúklinga sem bíða eftir öðru lyfi, Gylenia, sem ekki hefur sömu aukaverkanir, en fær það ekki afgreitt vegna flöskuhálss í heilbrigðiskerfinu, en við fjölluðum ítarlega um málið í fréttum okkar fyrir helgi. Lyfið Gylenia hefur verið til á lager hjá innflutningsaðila síðan í september í fyrra. Pakkningarnar bíða bara á lagernum eftir því að stjórnsýslan í heilbrigðiskerfinu taki við sér, en MS-sjúklingar á Norðurlöndunum hafa þegar fengið lyfið afgreitt. Í Svíþjóð eru t.d 400 sjúklingar að taka lyfið. Vegna hægagangs í íslenska heilbrigðiskerfinu og tregðu til að innleiða lyfið eru tugir sjúklinga, sem ekki geta notað Tysabri, án meðhöndlunar í augnablikinu, að undanskildum þeim sem þiggja einstaka sinnum sterasprautur sem eiga að hægja á einkennum sjúkdómsins. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hverju fólk er að tapa gagnvart líkamanum. Þess vegna er mikil þörf á þessu strax í dag," segir Ingunn. MS-sjúklingar sem þurfa lyfið hafa fengið þau svör að 3 mánuðir séu hið minnsta í að lyfið verði afgreitt. Án meðferðar geta MS-sjúklingar fengið svokölluð köst sem geta leitt til skertrar hreyfigetu.„Lífið er kannski ekki alltaf skemmtilegt" Óttastu að fá köst á þessu þriggja mánaða tímabili? „Maður veit það ekki. Það getur verið. Sérstaklega ef maður vill vera með í lífinu og fara þangað sem maður vill fara. Allt álag veldur köstum, bara það að vera manneskja í þjóðfélaginu getur valdið köstum. Þú ert bara hálf manneskja og kemst ekki um. Sem er ekki mjög skemmtilegt. Lífið er kannski ekki alltaf skemmtilegt en við viljum að það sé betra. Við getum fengið betra líf, með þessu lyfi og vonandi fáum við það sem fyrst," segir Ingunn. Steinunn Gunnarsdóttir þroskaþjálfi er í sömu stöðu en hún var greind með MS árið 2009. Hún var á Tysabri, en var ráðlagt að hætta á lyfinu vegna aukaverkana. Hún er í sömu sporum og Ingunn og fær ekki Gylenia. Hún hefur nú verið án lyfja í 6 mánuði. (Sjá má óklippt viðtal við Ingunni hér.) Hvaða svör hefur þú fengið varðandi afhendingu Gylenia? „Að peningarnir séu búnir hjá ríkissjóði og að það sé hægt að fjármagna þetta af því að það sé búið að eyða þessu hjá ríkinu. Í raun peningaskortur," segir Steinunn. Hún segir þetta valda sér gremju því kostnaður ríkisins sé hinn sami vegna nýja lyfsins. „Það hljóta að vera til peningar fyrir þessu því við vorum á Tysabri og það voru til peningar fyrir því. Hvar eru peningarnir sem voru notaðir í það? Þeir hljóta að vera til. Mér finnst þetta bara skammarlegt," segir Steinunn. (Nálgast má ókliptt viðtal við Steinunni hér.) Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að unnið væri að lausn handa þeim sjúklingum sem ekki hefðu fengið lyfið Gylenia, en gat ekki svarað því hvenær það yrði. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Flöskuháls í stjórnsýslu tefur afgreiðslu lífsnauðsynlegra lyfja Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. 21. júní 2012 19:16 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kona sem hefur verið án MS-lyfja í nokkra mánuði eftir að læknar ráðlögðu henni að hætta á lyfjum vegna aukaverkana segist örvæntingarfull því heilbrigðiskerfið dregur lappirnar í innleiðingu nýs lyfs sem gæti bætt lífsskilyrði hennar. Önnur kona í sömu sporum segir svörin sem hún hafi fengið þau að ekki séu til peningar hjá ríkinu. Án meðhendlunar getur MS-sjúkdómurinn haft í för með sér óafturkræfar skerðingar á hreyfigetu með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Hann getur jafnframt verið bannvænn. Lyf við sjúkdómnum falla í flokk svokallaðra S-lyfja, sem eru að fullu greidd af ríkissjóði. Undanfarin ár hafa MS-sjúklingar notað lyfið Tysabri en stór hluti þeirra hefur þurft að hætta því þar sem þeir hafa mælst í áhættuhópi gagnvart hættulegum aukaverkunum þess. Ein kona lést af þessum aukaverkunum fyrir rúmu ári síðan. Ingunn Jónsdóttir, kennari, hefur nú verið án lyfja í þrjá mánuði. Hún er ein þeirra sjúklinga sem ekki geta notað Tysabri vegna hættu á aukaverkunum. Hún er í hópi sjúklinga sem bíða eftir öðru lyfi, Gylenia, sem ekki hefur sömu aukaverkanir, en fær það ekki afgreitt vegna flöskuhálss í heilbrigðiskerfinu, en við fjölluðum ítarlega um málið í fréttum okkar fyrir helgi. Lyfið Gylenia hefur verið til á lager hjá innflutningsaðila síðan í september í fyrra. Pakkningarnar bíða bara á lagernum eftir því að stjórnsýslan í heilbrigðiskerfinu taki við sér, en MS-sjúklingar á Norðurlöndunum hafa þegar fengið lyfið afgreitt. Í Svíþjóð eru t.d 400 sjúklingar að taka lyfið. Vegna hægagangs í íslenska heilbrigðiskerfinu og tregðu til að innleiða lyfið eru tugir sjúklinga, sem ekki geta notað Tysabri, án meðhöndlunar í augnablikinu, að undanskildum þeim sem þiggja einstaka sinnum sterasprautur sem eiga að hægja á einkennum sjúkdómsins. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hverju fólk er að tapa gagnvart líkamanum. Þess vegna er mikil þörf á þessu strax í dag," segir Ingunn. MS-sjúklingar sem þurfa lyfið hafa fengið þau svör að 3 mánuðir séu hið minnsta í að lyfið verði afgreitt. Án meðferðar geta MS-sjúklingar fengið svokölluð köst sem geta leitt til skertrar hreyfigetu.„Lífið er kannski ekki alltaf skemmtilegt" Óttastu að fá köst á þessu þriggja mánaða tímabili? „Maður veit það ekki. Það getur verið. Sérstaklega ef maður vill vera með í lífinu og fara þangað sem maður vill fara. Allt álag veldur köstum, bara það að vera manneskja í þjóðfélaginu getur valdið köstum. Þú ert bara hálf manneskja og kemst ekki um. Sem er ekki mjög skemmtilegt. Lífið er kannski ekki alltaf skemmtilegt en við viljum að það sé betra. Við getum fengið betra líf, með þessu lyfi og vonandi fáum við það sem fyrst," segir Ingunn. Steinunn Gunnarsdóttir þroskaþjálfi er í sömu stöðu en hún var greind með MS árið 2009. Hún var á Tysabri, en var ráðlagt að hætta á lyfinu vegna aukaverkana. Hún er í sömu sporum og Ingunn og fær ekki Gylenia. Hún hefur nú verið án lyfja í 6 mánuði. (Sjá má óklippt viðtal við Ingunni hér.) Hvaða svör hefur þú fengið varðandi afhendingu Gylenia? „Að peningarnir séu búnir hjá ríkissjóði og að það sé hægt að fjármagna þetta af því að það sé búið að eyða þessu hjá ríkinu. Í raun peningaskortur," segir Steinunn. Hún segir þetta valda sér gremju því kostnaður ríkisins sé hinn sami vegna nýja lyfsins. „Það hljóta að vera til peningar fyrir þessu því við vorum á Tysabri og það voru til peningar fyrir því. Hvar eru peningarnir sem voru notaðir í það? Þeir hljóta að vera til. Mér finnst þetta bara skammarlegt," segir Steinunn. (Nálgast má ókliptt viðtal við Steinunni hér.) Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra sagði í fréttum okkar fyrir helgi að unnið væri að lausn handa þeim sjúklingum sem ekki hefðu fengið lyfið Gylenia, en gat ekki svarað því hvenær það yrði. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Flöskuháls í stjórnsýslu tefur afgreiðslu lífsnauðsynlegra lyfja Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. 21. júní 2012 19:16 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Flöskuháls í stjórnsýslu tefur afgreiðslu lífsnauðsynlegra lyfja Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. 21. júní 2012 19:16