Oddný komin í hóp olíumálaráðherra og olíuforstjóra Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2012 11:02 Í fremri röð frá vinstri: Ryan M Lance Conoco Phillips Per Rune Henriksen ráðuneytisstjóri Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíu- og orkumálaráðherra Noregs John Duncan ráðherra frumbyggja í Kanada Bente Nyland forstjóri Olíustofnunar Noregs David Hayes bandarískur aðstoðarráðherra Helge Lund forstjóri Statoil. Í aftari röð frá vinstri: Stephen Greenlee Exxon Mobil Mike Daly BP Dmitry Borizov Gazprom Barry White sendiherra Bandaríkjanna í Noregi Ingrid Hjelt af Trolle sendiherra Svíþjóðar í Noregi Maimo Henriksson sendiherra Finnlands í Noregi Ceri Powell Shell Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi Vyacheslav Pavlovskiy sendiherra Rússlands í Noregi. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra er fulltrúi Íslands á ráðherrafundi um olíuleit á Norðurslóðum, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi í dag. Olíu- og orkumálaráðherrar ríkja við Norðurskautið eru meðal þátttakenda á fundinum ásamt fulltrúum stærstu olíufyrirtækja heims, eins og ExxonMobil, BP, Statoil, Gazprom, ConocoPhilips og Shell. Það er olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, sem býður til fundarins, en hann hófst í gærkvöldi með því að ráðherrann bauð gestum til kvöldverðar á bóndabæ sínum. Fundarefnið eru tækifæri og áskoranir í tengslum við olíustarfsemi á Norðurslóðum, að því er fram kemur í frétt frá olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs. Þar er haft eftir norska ráðherranum að það stefni í að olíuiðnaður byggist upp í öllum strandríkjum á norðurslóðum. Vöxtur í olíu- og gasvinnslu á svæðinu hafi aldrei verið meiri. „Þá þurfum við viðræður milli ríkjanna í norðri en einnig á milli fyrirtækja og stjórnvalda. Við verðum að deila reynslu okkar og þekkingu, ef við eigum að ná árangri," segir Ola Borten Moe.Oddný Harðardóttir í Þrándheimi í gærkvöldi ásamt Ken Salazar innanríkisráðherra Bandaríkjanna Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs og John Duncan ráðherra Kanada í málefnum frumbyggja og þróunar í norðri.Á fundinum kynnti Borten Moe jafnframt nýjasta olíuleitarútboð Noregs, það 22. í röðinni, sem nær til 72 reita í Barentshafi og 14 reita í Noregshafi. Einnig kynnti ráðherrann áform Norðmanna um að koma á fót rannsóknarmiðstöð vegna olíuleitar á Norðurslóðum og á Norðurskautinu, með höfuðstöðvar í Norður-Noregi.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira