Innlent

Ólafur Ragnar með afgerandi forystu

Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur tvöfalt meira fylgi en Þóra Arnórsdóttir í nýjustu skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þóra toppaði of snemma, segir stjórnmálafræðingur.Þetta er fyrsta könnunin sem birtist eftir að frambjóðendur fóru að koma fram í umræðuþáttum sjónvarpsstöðvanna og sýnir sannarlega breytt landslag.Andrea er með eitt prósent þeirra sem tóku afstöðu, Ari Trausti bætir við sig, miðað við síðustu könnun okkar, og er komin í 8 prósent.Hannes fær eitt prósent, Herdís bætir við sig og er með tæp 4%, en turnarnir tveir eru nú orðnir verulega misháir - Ólafur Ragnar mælist með 58% fylgi en Þóra tapar og mælist með 28%. Svo virðist sem Þóra sé að tapa fylgi til Ara Trausta, Herdísar og Ólafs, því óákveðnum hefur ekki fjölgað og eru enn um 28%.Umtalsvert fleiri karlar en konur styðja Ólaf - og öfugt hjá Þóru þar sem mun fleiri konur styðja hana en karlar..Ari Trausti með mun meira fylgi meðal fólks undir fimmtugu, Ólafur Ragnar nær jafnt til beggja aldurshópa - en Þóra, sem margir töldu vera að sækja sér fylgi til unga fólksins - nýtur hins vegar heldur meiri hylli meðal fólks yfir fimmtugu.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.