Innlent

Herdís gekk ekki út - mikilvægara að ávarpa áhorfendur

Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir segist taka undir sjónarmið forsetaframbjóðandanna þriggja sem gengu út úr sjónvarpssal í mótmælaskyni við Stöð 2 vegna fyrirkomulags um að ræða við tvo frambjóðendur í einu í Hörpu og láta Ólaf Ragnar Grímsson og Þóru Arnórsdóttur mætast tvö ein.

Herdís sendi meðal annars út tilkynningu í dag ásamt hinum þremur frambjóðendunum. Hún segir hinsvegar mikilvægara að ávarpa áhorfendur og því taki hún þátt í kappræðunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×