Breta langar í hitaveitur og sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2012 19:30 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem orkumálaráðherra Bretlands heimsækir Ísland og hann fékk að sjálfsögðu að kynnast af eigin raun hvernig Íslendingar beisla orku úr iðrum jarðar. Í stöðvarhúsi virkjunarinnar var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkjanna á sviði orkumála og tekur það til fjögurra þátta, um jarðhitaleit í Bretlandi og hitaveitur, um athugun á sæstreng milli Íslands og Bretlands, um að styðja jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum Austur-Afríku, og um miðlun upplýsinga um olíu- og gasiðnað, þar á meðal um olíuboranir á hafsbotni. Bretar nýta þegar jarðhita, en í litlum mæli, og eru með hitaveitur á nokkrum stöðum en telja sig geta sótt þekkingu til Íslendinga til að gera enn betur á því sviði. „Við höfum mikinn áhuga á að sjá hvort við getum beislað þá tækni á Bretlandi. Íslensk fyrirtæki gætu gegnt mikilvægu hlutverki í því ferli," sagði Charles Hendry í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við erum einnig að hefja viðræður um það hvort það væri hagkvæmt fyrir bæði löndin að tengjast með raforkusæstreng," sagði Hendry. Iðnaðarráðherra Íslands gerði breska ráðherranum hins vegar ljóst að lagning sæstrengs væri viðkvæmt mál á Íslandi. „Ég hef lagt á það áherslu við ráðherrann að við erum að setja saman stóran hóp manna vegna þess að við munum ekki fara út í lagningu sæstrengs nema um það verði breið sátt á meðal Íslendinga," sagði Oddný Harðardóttir. Breski ráðherrann mun í fyrramálið flytja erindi á ráðstefnu í Arion-banka um orkumál Evrópu og hvort þar bíði Íslendinga einhver tækifæri. Að ráðstefnunni standa UK Trade & Investment, Arion-banki og Orkustofnun.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira