Kvótalaus útgerðarmaður fer í olíuleit í Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 20:30 Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. Eigandi 100 tonna stálskips, sem verið er að undirbúa til brottfarar í Keflavíkurhöfn, sér tækifærin hins vegar þegar komin og hann er að leggja af stað á Drekasvæðið í næstu viku. Valberg VE heitir skipið, var áður Saxhamar SH, en nú hefur útgerðarmaðurinn Garðar Valberg Sveinsson samið um að það verði eitt af þremur fylgdarskipum rannsóknaskipsins Nordic Explorer við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum. Eftirlitsmenn frá Bretlandi og Noregi á vegum eiganda Nordic Explorer voru í dag að taka út skip Garðars en hann hefur undanfarin sex ár notað það í þjónustu við olíuleit, bæði við Noreg og Grænland. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kemur fram að rannsóknarleiðangurinn mun nota Akureyri sem þjónustuhöfn og Garðar lýsir þeim umsvifum sem þar skapast í sumar og fram eftir hausti við að þjónusta skipin og fjölmennar áhafnir þeirra. „Það verður nóg að gera. Það vantar allskonar þjónustufólk í kringum þetta. Það eru bara öll tækifærin opin," segir Garðar um möguleika Íslendinga til tekjöflunar af olíuleit. Spurður hvort hægt sé að hafa mikinn pening upp úr þessu svarar hann: „Jááá, það myndi ég segja. Það eru milljarðar og milljarðar í sambandi við svona verkefni. Þetta skapar óhemju fyrir okkur. Óhemju." Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Útgerðarmaður kvótalauss fiskiskips úr Vestmannaeyjum ætlar næstu þrjá mánuði að nýta skipið til olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og segir milljarða tækifæri bíða Íslendinga á þessu sviði. Akureyri á von á umtalsverðum þjónustutekjum í sumar. Sennilega halda margir að olíuleit sé eitthvað sem er langt inni í framtíðinni hjá Íslendingum. Eigandi 100 tonna stálskips, sem verið er að undirbúa til brottfarar í Keflavíkurhöfn, sér tækifærin hins vegar þegar komin og hann er að leggja af stað á Drekasvæðið í næstu viku. Valberg VE heitir skipið, var áður Saxhamar SH, en nú hefur útgerðarmaðurinn Garðar Valberg Sveinsson samið um að það verði eitt af þremur fylgdarskipum rannsóknaskipsins Nordic Explorer við hljóðbylgjumælingar á Jan Mayen-hryggnum. Eftirlitsmenn frá Bretlandi og Noregi á vegum eiganda Nordic Explorer voru í dag að taka út skip Garðars en hann hefur undanfarin sex ár notað það í þjónustu við olíuleit, bæði við Noreg og Grænland. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kemur fram að rannsóknarleiðangurinn mun nota Akureyri sem þjónustuhöfn og Garðar lýsir þeim umsvifum sem þar skapast í sumar og fram eftir hausti við að þjónusta skipin og fjölmennar áhafnir þeirra. „Það verður nóg að gera. Það vantar allskonar þjónustufólk í kringum þetta. Það eru bara öll tækifærin opin," segir Garðar um möguleika Íslendinga til tekjöflunar af olíuleit. Spurður hvort hægt sé að hafa mikinn pening upp úr þessu svarar hann: „Jááá, það myndi ég segja. Það eru milljarðar og milljarðar í sambandi við svona verkefni. Þetta skapar óhemju fyrir okkur. Óhemju."
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira