Innlent

Eskfirðingar mótmæla áformum Landsbanka

Eskifjörður
Eskifjörður
Stjórn íbúasamtaka Eskifjarðar mótmælir harðlega áformum Landsbanka Íslands hf. um lokum útibús bankans á Eskifirði.

Í ályktun samtakanna er þess krafist að stjórn bankans endurskoði þessi áform og er skorað á stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins að sjá til þess að það verði gert.

Útibú Landsbankans á Eskifirði er eina bankastofnun bæjarfélagsins og hafa Eskfirðingar beint viðskiptum sínum til Landsbankans frekar en annarra banka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.