Innlent

Eskfirðingar mótmæla áformum Landsbanka

Eskifjörður
Eskifjörður

Stjórn íbúasamtaka Eskifjarðar mótmælir harðlega áformum Landsbanka Íslands hf. um lokum útibús bankans á Eskifirði.

Í ályktun samtakanna er þess krafist að stjórn bankans endurskoði þessi áform og er skorað á stjórnvöld og þingmenn kjördæmisins að sjá til þess að það verði gert.

Útibú Landsbankans á Eskifirði er eina bankastofnun bæjarfélagsins og hafa Eskfirðingar beint viðskiptum sínum til Landsbankans frekar en annarra banka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.