Skjálftavirkni mögulega merki um eldgos fyrir ofan Hafnarfjörð Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 12:45 Frá Heiðmörk. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að aukin skjálftavirkni og landris í Krýsuvík geti hugsanlega verið merki um að eldgos sé vændum fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Vísindamenn hafa fylgst með svæðinu frá árinu 2007 en mælingar benda til þess að land hafi risið og nokkra sentimetra. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að Krýsuvík flokkist sem megineldstöð. „Þetta er dálítið stórt eldfjall og miðjan er Krýsuvík," segir Haraldur. „Svona stóru eldfjalli fylgir sprungukerfi, gjár og sprungur sem liggja frá Selártanga við Krýsuvíkurbjarg og alveg norðaustur í Heiðmörki. Rétt fyrir sunnan Hafnarfjörði og svo inn í Heiðmörk og það er sprungukerfi." „Það gaus síðast á þessu sprungukerfi árið 1151 og þá rann Ögmungarhraun í Krísuvík og þá kom líka Kapelluhraun þar sem álverksmiðjan stendur og Gvendarselshraun er þar á milli." Ekki liggur fyrir hvað veldur því að land er að rísa en Haraldur telur að það geti bent til þess að hraunkvika sé á hreyfingu inni í jarðskorpunni. „Það er mögulegt að þarna sé kvika að safnast fyrir og það er ekki vitað hvort að sú kvika verður bara róleg eða hvort hún myndar kvikuhlaup og brýst inn í sprungukerfið til norðausturs eða suðvesturs, eða hvort hún kemur upp á yfirborðið. Svo það er eitthvað að gerast þarna undir Krísuvík sem þurfum að fylgjast með." Sprungugos í norðurhluta Krýsvíkurkerfisns getur hugsanleg komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. En eru líkur á því að það fari að gjósa þarna á næstu árum? „Það er enginn klukka í gangi, þannig er það bara með eldstöðvar," segir Haraldur. „Þetta er ekki vekjaraklukka. Þannig að það er ekki hægt að dæma um líkur út frá síðustu gosum. Það er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað en það er vel mögulegt að segja hvort Krýsuvík eigi eftir að gjósa, hvort að það væri gos eins og árið 1151. Þá var sprungugos og þessi þrjú hraun mynduðust. Þar sem ung hraun eru eins og Kapelluhraun er það því miður svo að ný hraun koma ofan á þau, það þarf að hafa það í hug þegar menn eru ráðast í mikla þróun á byggð á svæði eins og er þarna fyrir sunnan Hafnarfjörð." Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, telur að aukin skjálftavirkni og landris í Krýsuvík geti hugsanlega verið merki um að eldgos sé vændum fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Vísindamenn hafa fylgst með svæðinu frá árinu 2007 en mælingar benda til þess að land hafi risið og nokkra sentimetra. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að Krýsuvík flokkist sem megineldstöð. „Þetta er dálítið stórt eldfjall og miðjan er Krýsuvík," segir Haraldur. „Svona stóru eldfjalli fylgir sprungukerfi, gjár og sprungur sem liggja frá Selártanga við Krýsuvíkurbjarg og alveg norðaustur í Heiðmörki. Rétt fyrir sunnan Hafnarfjörði og svo inn í Heiðmörk og það er sprungukerfi." „Það gaus síðast á þessu sprungukerfi árið 1151 og þá rann Ögmungarhraun í Krísuvík og þá kom líka Kapelluhraun þar sem álverksmiðjan stendur og Gvendarselshraun er þar á milli." Ekki liggur fyrir hvað veldur því að land er að rísa en Haraldur telur að það geti bent til þess að hraunkvika sé á hreyfingu inni í jarðskorpunni. „Það er mögulegt að þarna sé kvika að safnast fyrir og það er ekki vitað hvort að sú kvika verður bara róleg eða hvort hún myndar kvikuhlaup og brýst inn í sprungukerfið til norðausturs eða suðvesturs, eða hvort hún kemur upp á yfirborðið. Svo það er eitthvað að gerast þarna undir Krísuvík sem þurfum að fylgjast með." Sprungugos í norðurhluta Krýsvíkurkerfisns getur hugsanleg komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. En eru líkur á því að það fari að gjósa þarna á næstu árum? „Það er enginn klukka í gangi, þannig er það bara með eldstöðvar," segir Haraldur. „Þetta er ekki vekjaraklukka. Þannig að það er ekki hægt að dæma um líkur út frá síðustu gosum. Það er hægt að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað en það er vel mögulegt að segja hvort Krýsuvík eigi eftir að gjósa, hvort að það væri gos eins og árið 1151. Þá var sprungugos og þessi þrjú hraun mynduðust. Þar sem ung hraun eru eins og Kapelluhraun er það því miður svo að ný hraun koma ofan á þau, það þarf að hafa það í hug þegar menn eru ráðast í mikla þróun á byggð á svæði eins og er þarna fyrir sunnan Hafnarfjörð."
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira