Innlent

Segir norskar verslanir borga með íslenska lambakjötinu

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna.
„Ég held að verslanir noti lambakjötið til þess að lokka viðskiptavini til sín, og ég er stoltur af því að íslenska lambakjötið sé nýtt til þess, en lága verðið skýrist af því að verslanirnar sjálfar eru að greiða þetta niður," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þegar hann er spurður út í lágt verð á íslensku lambakjöti út í Noregi.

Meðal þeirra sem halda því fram að kjötið sé niðurgreitt til útflutning er Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. Hann heldur því fram að íslenskir skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt til útlanda fyrir mörg hundruð milljónir á hverju ári en útflutningur á lambakjöti hefur nærri tvöfaldast frá bankahruni.

Þessu er Haraldur ekki sammála og segir í raun stærsta erlenda markaðinn fyrir íslenskt lambakjöt vera hér á landi, það er að segja kjötið sem ferðamenn kaupa og borða.

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Harald í Reykjavík síðdegis hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.