Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. „Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það," sagði hann.
Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á Levante í gær en Barcelona mætir Chelsea í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Lundúnum á miðvikudagskvöldið.
„Ég hef aldrei íhugað að spila með öðru félagsliði. Hjarta mitt tilheyrir þessu félagi og sá dagur þar sem ég óska þess að fara annað mun aldrei koma," bætti Messi við.
„Ég veit vel að það getur svo sem allt gerst í framtíðinni en ef ég fæ að ráða myndi ég glaður vilja klára minn feril hjá Barcelona."
„Enska úrvalsdeildin er afar spennandi og ég nýt þess að fylgjast með henni í sjónvarpinu þegar ég fæ tækifæri til þess. Það er auðvelt að dást að ensku úrvalsdeildinni," sagði Messi.
Messi hefur skorað 63 mörk á tímabilinu og virðist ekki hættur.
Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni
Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti
Fleiri fréttir
