Stefán Máni: Glæpamenn skátadrengir miðað við gæjana í dag 20. mars 2012 20:19 Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur. Mynd Valli. „Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag," sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina, Svartur á leik, fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. Stefán Eiríksson segir undirheima Íslands í dag orðna kipulagðari og líkari ástandinu á Norðurlöndunum fyrir um fimm til tíu árum síðan. Þannig sjái lögreglan nær allar tegundir skipulagðra glæpastarfsemi í dag, ef undanskilin er sala á fíkniefninu heróíni. Þá eru Íslendingar einnig lausir við götuvændi. Rán eru einnig fátíð enn sem komið er að sögn Stefáns. „Í flestum tilvikum er um að ræða rán framin af fíklum sem eru að fjármagna eigin neyslu," útskýrir hann svo. Það er þó að breytast, samanber Michelsen-ránið á Laugaveginum fyrir áramót. Þá kom erlent glæpagengi gagngert til Íslands að ræna skartgripabúðina. Einn hefur verið dæmdur vegna málsins, en allir voru ræningjarnir frá Póllandi. Stefán Máni segir muninn nú og þá vera helst skipulagið. „Um aldamótin var þetta frekar drifið af einstaklingum og litlar klíkur stunduðu einhver svik," sagði Stefán Máni og bætti við að í dag virtist glæpaheimurinn drifinn af alþjóðlegum glæpasamtökum sem samanstæði af sterkum kjarna. „Þetta eru samtök sem hafa lifað á vændi og eiturlyfjum í áratugi. Það er mjög skuggalegt að fylgjast með þessu," sagði Stefán Máni. Þá vekur sérstaka athygli að í viðtalinu við lögreglustjórann upplýsir hann að lögreglan hafi úrræði til þess að veita einstaklingum vernd. Þannig hafi lögreglan heimildir til þess að flytja fólk á milli landa með það að markmiði að vernda það. Slík vernd er svipuð því og maður sér í glæpamyndum, viðkomandi þarf að skilja við sitt fyrra líf, breyta um nafn og fara huldu höfði. „Þessi möguleiki er til staðar. Og án þess að ég geti farið út í smáatriði þá höfum við þurft að nýta þessi úrræði," segir Stefán. Hægt er að horfa á viðtalið á vef ruv.is. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag," sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina, Svartur á leik, fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. Stefán Eiríksson segir undirheima Íslands í dag orðna kipulagðari og líkari ástandinu á Norðurlöndunum fyrir um fimm til tíu árum síðan. Þannig sjái lögreglan nær allar tegundir skipulagðra glæpastarfsemi í dag, ef undanskilin er sala á fíkniefninu heróíni. Þá eru Íslendingar einnig lausir við götuvændi. Rán eru einnig fátíð enn sem komið er að sögn Stefáns. „Í flestum tilvikum er um að ræða rán framin af fíklum sem eru að fjármagna eigin neyslu," útskýrir hann svo. Það er þó að breytast, samanber Michelsen-ránið á Laugaveginum fyrir áramót. Þá kom erlent glæpagengi gagngert til Íslands að ræna skartgripabúðina. Einn hefur verið dæmdur vegna málsins, en allir voru ræningjarnir frá Póllandi. Stefán Máni segir muninn nú og þá vera helst skipulagið. „Um aldamótin var þetta frekar drifið af einstaklingum og litlar klíkur stunduðu einhver svik," sagði Stefán Máni og bætti við að í dag virtist glæpaheimurinn drifinn af alþjóðlegum glæpasamtökum sem samanstæði af sterkum kjarna. „Þetta eru samtök sem hafa lifað á vændi og eiturlyfjum í áratugi. Það er mjög skuggalegt að fylgjast með þessu," sagði Stefán Máni. Þá vekur sérstaka athygli að í viðtalinu við lögreglustjórann upplýsir hann að lögreglan hafi úrræði til þess að veita einstaklingum vernd. Þannig hafi lögreglan heimildir til þess að flytja fólk á milli landa með það að markmiði að vernda það. Slík vernd er svipuð því og maður sér í glæpamyndum, viðkomandi þarf að skilja við sitt fyrra líf, breyta um nafn og fara huldu höfði. „Þessi möguleiki er til staðar. Og án þess að ég geti farið út í smáatriði þá höfum við þurft að nýta þessi úrræði," segir Stefán. Hægt er að horfa á viðtalið á vef ruv.is.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira