Stefán Máni: Glæpamenn skátadrengir miðað við gæjana í dag 20. mars 2012 20:19 Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur. Mynd Valli. „Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag," sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina, Svartur á leik, fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. Stefán Eiríksson segir undirheima Íslands í dag orðna kipulagðari og líkari ástandinu á Norðurlöndunum fyrir um fimm til tíu árum síðan. Þannig sjái lögreglan nær allar tegundir skipulagðra glæpastarfsemi í dag, ef undanskilin er sala á fíkniefninu heróíni. Þá eru Íslendingar einnig lausir við götuvændi. Rán eru einnig fátíð enn sem komið er að sögn Stefáns. „Í flestum tilvikum er um að ræða rán framin af fíklum sem eru að fjármagna eigin neyslu," útskýrir hann svo. Það er þó að breytast, samanber Michelsen-ránið á Laugaveginum fyrir áramót. Þá kom erlent glæpagengi gagngert til Íslands að ræna skartgripabúðina. Einn hefur verið dæmdur vegna málsins, en allir voru ræningjarnir frá Póllandi. Stefán Máni segir muninn nú og þá vera helst skipulagið. „Um aldamótin var þetta frekar drifið af einstaklingum og litlar klíkur stunduðu einhver svik," sagði Stefán Máni og bætti við að í dag virtist glæpaheimurinn drifinn af alþjóðlegum glæpasamtökum sem samanstæði af sterkum kjarna. „Þetta eru samtök sem hafa lifað á vændi og eiturlyfjum í áratugi. Það er mjög skuggalegt að fylgjast með þessu," sagði Stefán Máni. Þá vekur sérstaka athygli að í viðtalinu við lögreglustjórann upplýsir hann að lögreglan hafi úrræði til þess að veita einstaklingum vernd. Þannig hafi lögreglan heimildir til þess að flytja fólk á milli landa með það að markmiði að vernda það. Slík vernd er svipuð því og maður sér í glæpamyndum, viðkomandi þarf að skilja við sitt fyrra líf, breyta um nafn og fara huldu höfði. „Þessi möguleiki er til staðar. Og án þess að ég geti farið út í smáatriði þá höfum við þurft að nýta þessi úrræði," segir Stefán. Hægt er að horfa á viðtalið á vef ruv.is. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Þeir menn sem ég var í sambandi við á þeim tíma voru skátadrengir miðað við gæjana sem maður sér í dag," sagði rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem skrifaði glæpabókina, Svartur á leik, fyrir um tíu árum síðan, í viðtali í Kastljósi í kvöld. Þar ræddi Sigmar Guðmundsson við Stefán Mána og Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um glæpaheiminn á Íslandi þá og nú. Tilefnið er að sjálfsögðu kvikmyndin Svartur á leik sem bregður ákaflega dökkri og ógeðfelldri mynd af glæpaástandinu í kringum aldamótin síðustu. Stefán Eiríksson segir undirheima Íslands í dag orðna kipulagðari og líkari ástandinu á Norðurlöndunum fyrir um fimm til tíu árum síðan. Þannig sjái lögreglan nær allar tegundir skipulagðra glæpastarfsemi í dag, ef undanskilin er sala á fíkniefninu heróíni. Þá eru Íslendingar einnig lausir við götuvændi. Rán eru einnig fátíð enn sem komið er að sögn Stefáns. „Í flestum tilvikum er um að ræða rán framin af fíklum sem eru að fjármagna eigin neyslu," útskýrir hann svo. Það er þó að breytast, samanber Michelsen-ránið á Laugaveginum fyrir áramót. Þá kom erlent glæpagengi gagngert til Íslands að ræna skartgripabúðina. Einn hefur verið dæmdur vegna málsins, en allir voru ræningjarnir frá Póllandi. Stefán Máni segir muninn nú og þá vera helst skipulagið. „Um aldamótin var þetta frekar drifið af einstaklingum og litlar klíkur stunduðu einhver svik," sagði Stefán Máni og bætti við að í dag virtist glæpaheimurinn drifinn af alþjóðlegum glæpasamtökum sem samanstæði af sterkum kjarna. „Þetta eru samtök sem hafa lifað á vændi og eiturlyfjum í áratugi. Það er mjög skuggalegt að fylgjast með þessu," sagði Stefán Máni. Þá vekur sérstaka athygli að í viðtalinu við lögreglustjórann upplýsir hann að lögreglan hafi úrræði til þess að veita einstaklingum vernd. Þannig hafi lögreglan heimildir til þess að flytja fólk á milli landa með það að markmiði að vernda það. Slík vernd er svipuð því og maður sér í glæpamyndum, viðkomandi þarf að skilja við sitt fyrra líf, breyta um nafn og fara huldu höfði. „Þessi möguleiki er til staðar. Og án þess að ég geti farið út í smáatriði þá höfum við þurft að nýta þessi úrræði," segir Stefán. Hægt er að horfa á viðtalið á vef ruv.is.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira