Isinbayeva þurfti aðeins tvö stökk til að tryggja sér gullið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 09:15 Isinbayeva gaf sér tíma til að sinna aðdáendum sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri. Erlendar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira
Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri.
Erlendar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira