Innlent

Sigurður sór drengskaparheit

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður við komuna í Þjóðmenningarhúsið í dag.
Sigurður við komuna í Þjóðmenningarhúsið í dag. mynd/ gva.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sór eiðstaf að vitnisburði sínum þegar skýrslutöku lauk yfir honum fyrir Landsdómi í dag. Hann er fyrsta vitnið sem sver eiðstaf. Það var Andri Árnason, verjandi Geirs, sem fór fram á að hann myndi gera það.

Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, hefur kynnt öllum vitnum það við upphaf skýrslutöku þeirra að þeir kunni að vera beðnir um að sverja eiðstaf. Eftir að verjandi fór fram á að Sigurður myndi gera það bauð Markús honum að sverja drengskaparheit eða að sverja við Biblíuna og kaus Sigurður að sverja drengskaparheit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×