Innlent

Fjárdráttur í Háskóla Íslands

Háttsettum starfsmanni Háskóla Íslands hefur verið vikið frá störfum en maðurinn er grunaður um fjárdrátt. Ekki liggur fyrir um hve miklar upphæðir ræðir en málið mun vera í rannsókn. Heimildir fréttastofu herma að grunur leiki á að fjárdrátturinn nái aftur til ársins 2007.

Maðurinn sem um ræðir mun hafa verið náinn samstarfsmaður háskólarektors.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði að málið væri nú til skoðunar.

„Við innra eftirlit í háskólanum vöknuðu spurningar um háttsemi varðandi fjármuni skólans," sagði Kristín aðspurð um málið. „Við höfum haft samband við Ríkisendurskoðun og bíðum nú upplýsinga. Það verður síðan ákveðið seinna hvort að kæra verði lögð fram.

Kristín vildi hvorki tjá sig um hver væri grunaður um fjárdráttinn né hversu mikið fé væri um að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×