Innlent

Snarráður vegfarandi bjargaði mannslífi

Snarráður vegfarandi bjargaði að öllum líkindum mannslífi, þegar hann sá bíl á hvolfi ofan í Laxá á Ásum, skammt frá Blönduósi, í gærkvöldi og kom ökumanninum til hjálpar.

Ökumaðurinn var fastur í bílnum en vegfarandinn gat haldið höfði hans upp úr vatninu á meðan beðið var aðstoðar slökkviliðs og lögreglu. Ella hefði hann getað drukknað að sögn lögreglu.

Þegar ökumaðurinn hafði náðst úr bílflakinu var hann fluttur á heilsugæslustöðina á Blönduósi til aðhlynningar og svo áfram á sjúkrahúsið á Akureyri, en mun þó ekki vera alvarlega slasaður.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að maðurinn missti stjórn á bílnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×