Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið 14. mars 2012 12:08 Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. „Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er." Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er."
Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23