Rektor á Hólum um líkamsárás: Okkur er rosalega brugðið 14. mars 2012 12:08 Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. „Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er." Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Okkur öllum er alveg rosalega brugðið því þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast hérna," segir Skúli Skúlason, rektor í háskólanum á Hólum. Kona sem er nemandi við skólann var slegin ítrekað með hurðarhún í andlitið aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut skurði í andliti og margar tennur brotnuðu og var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn hefur játað árásina en hann er ekki nemandi í skólanum og var einungis gestur á heimavistinni um helgina. Skúli segir að samfélagið á Hólum sé þétt og gott sem taki á vandamálum sameiginlega. „Þetta er alveg einstakur viðburður og okkar skyldur eru þær að halda utan um samfélagið hérna. Þegar svona lagað gerist hugsar maður um þann sem verður fyrir árásinni og passar upp á að hún nái sér. Nemendur hér í skólanum hafa staðið þétt við bakið á mér við að hlúa að stúlkunni," segir hann. Og næstu skref fyrir nemendur og starfsfólk segir Skúli að sé að vinna úr þessu saman. „Ég hef rætt við nemendur og starfsfólk síðustu daga. Þetta er á allra vörum og fólk er að vinna úr þessu. Við bjóðum upp á allan þann stuðning sem við getum veitt. Krakkarnir eru að hittast, tala saman og styðja við stúlkuna. Þetta var mjög alvarleg árás og hefði getað farið miklu verr," segir Skúli. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú málið og segir Skúli að skólayfirvöld vinni í nánu samstarfi við lögreglumennina. „Við erum búin að veita þeim allar þær upplýsingar sem hægt er."
Tengdar fréttir Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn. 13. mars 2012 11:23