Hundruð milljóna króna tjón Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2012 16:52 Rjúfa þurfti þakið af 800 bar til að slökkva eldinn. mynd/ Einar Ársæll Tjónið vegna eldsins á Selfossi nemur hundruðum milljóna króna, segir Árni Steinarsson í samtali við Vísi. Árni rekur 800 bar ásamt félaga sínum Eiði Birgissyni. Eldurinn kom upp í plaströraverksmiðjunni Set og breiddist svo út í húsnæði 800 bars. Árni segir að hann og Eiður eigi húsnæði veitingastaðarins sjáflir en auk þess hafi verið þarna inni dýrir munir sem fylgi rekstri sem slíkum. „Þetta eru hljóðkerfi og sjónvörp og bara það sem fylgir þessu," segir Árni. „Þetta er gríðarlegt tjón, vöruskemma sem brann hjá Set og svo allt þetta," segir Árni. Aðspurður segir hann að ekki verði teknar neinar ákvarðanir um það hvort 800 bar muni opna í nýju húsnæði. Eiður segir hins vegar í samtali við DFS að hann sé harðákveðinn í að byggja upp nýjan bar. „Ég er ákveðin í að byggja upp nýjan bar, þar er engin spurning í mínum augum," sagði Eiður. Aðspurður segir Árni í samtali við Vísi að bruninn sé sjokk fyrir sig. „Já já, þetta er það," segir hann. Árni segir að þeir félagarnir séu tryggðir alveg upp í topp hjá Sjóvá, en hann veit ekki hvar plaströraverksmiðjan var tryggð. Grunur leikur á að rafmagnsbilun hafi orðið kveikjan að eldinum. Tengdar fréttir Eldurinn breiðist út - 800 bar logar líka Eldurinn sem kom upp í Set röraverksmiðju rétt eftir klukkan eitt í dag er nú farinn að breiðast út og hefur nú fest sig í þakinu á skemmtistaðnum 800 bar, sem er í samtengdu húsi við röraverksmiðjuna. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra sem er á staðnum er nú verið að rjúfa þakið á barnum og freista menn þess að koma í veg fyrir að eldurinn nái að læsa sig í næsta hús. Þar er TRS rafeindaþjónustan til húsa. Nærliggjandi fyrirtæki hafa verið rýmd vegna mikils reyks sem gengur yfir svæðið. Að sögn Kristjáns er vindátt þó tiltölulega hagstæð með tilliti til íbúabyggðar. Slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu hefur sent tvö slökkviliðsbíla til Selfoss til að aðstoða slökkviliðsmenn. Allt tiltækt slökkvilið af nærliggjandi svæðum hefur verið kallað til, frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Björgunarsveitin á Selfossi er að stjórna umferð þar sem fjöldi ökumanna er að reyna að sjá eldinn. 14. mars 2012 14:32 Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda. 14. mars 2012 15:53 Röraverksmiðja á Selfossi alelda Eldur er laus í Set röraverksmiðju á Selfossi. Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við fréttastofu er húsið alelda og mikill reykur kemur frá húsinu. Lögreglan á Selfossi hefur ekki frekar upplýsingar um eldsvoðann. Reykurinn frá húsinu sést langar leiðir. 14. mars 2012 13:00 Telja að búið sé að ná tökum á eldinum Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segist telja að búið sé að ná tökum á eldinum sem logað hefur í dag. Geymsluhúsnæði hjá SET röraverksmiðjunni brann, sem og skemmtistaðurinn 800 bar. Bæði húsin eru brunninn til kaldra kola en Kristján segir að komið hafi verið í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í sjálfa röraverksmiðjuna, eins og leit út fyrir um tíma. 14. mars 2012 15:59 800 bar brunninn til kaldra kola 800 bar á Selfossi er brunninn til grunna. Slökkviliðsmenn reyna að verjast því að eldurinn breiðist enn frekar út og segir slökkviliðsstjórinn á Selfossi að útlitið sé betra en það var fyrir tíu mínútum síðan. Nú sé ítil hætta sé nú á að eldurinn breiðist út í húsnæði TRS. 14. mars 2012 15:09 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tjónið vegna eldsins á Selfossi nemur hundruðum milljóna króna, segir Árni Steinarsson í samtali við Vísi. Árni rekur 800 bar ásamt félaga sínum Eiði Birgissyni. Eldurinn kom upp í plaströraverksmiðjunni Set og breiddist svo út í húsnæði 800 bars. Árni segir að hann og Eiður eigi húsnæði veitingastaðarins sjáflir en auk þess hafi verið þarna inni dýrir munir sem fylgi rekstri sem slíkum. „Þetta eru hljóðkerfi og sjónvörp og bara það sem fylgir þessu," segir Árni. „Þetta er gríðarlegt tjón, vöruskemma sem brann hjá Set og svo allt þetta," segir Árni. Aðspurður segir hann að ekki verði teknar neinar ákvarðanir um það hvort 800 bar muni opna í nýju húsnæði. Eiður segir hins vegar í samtali við DFS að hann sé harðákveðinn í að byggja upp nýjan bar. „Ég er ákveðin í að byggja upp nýjan bar, þar er engin spurning í mínum augum," sagði Eiður. Aðspurður segir Árni í samtali við Vísi að bruninn sé sjokk fyrir sig. „Já já, þetta er það," segir hann. Árni segir að þeir félagarnir séu tryggðir alveg upp í topp hjá Sjóvá, en hann veit ekki hvar plaströraverksmiðjan var tryggð. Grunur leikur á að rafmagnsbilun hafi orðið kveikjan að eldinum.
Tengdar fréttir Eldurinn breiðist út - 800 bar logar líka Eldurinn sem kom upp í Set röraverksmiðju rétt eftir klukkan eitt í dag er nú farinn að breiðast út og hefur nú fest sig í þakinu á skemmtistaðnum 800 bar, sem er í samtengdu húsi við röraverksmiðjuna. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra sem er á staðnum er nú verið að rjúfa þakið á barnum og freista menn þess að koma í veg fyrir að eldurinn nái að læsa sig í næsta hús. Þar er TRS rafeindaþjónustan til húsa. Nærliggjandi fyrirtæki hafa verið rýmd vegna mikils reyks sem gengur yfir svæðið. Að sögn Kristjáns er vindátt þó tiltölulega hagstæð með tilliti til íbúabyggðar. Slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu hefur sent tvö slökkviliðsbíla til Selfoss til að aðstoða slökkviliðsmenn. Allt tiltækt slökkvilið af nærliggjandi svæðum hefur verið kallað til, frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Björgunarsveitin á Selfossi er að stjórna umferð þar sem fjöldi ökumanna er að reyna að sjá eldinn. 14. mars 2012 14:32 Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda. 14. mars 2012 15:53 Röraverksmiðja á Selfossi alelda Eldur er laus í Set röraverksmiðju á Selfossi. Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við fréttastofu er húsið alelda og mikill reykur kemur frá húsinu. Lögreglan á Selfossi hefur ekki frekar upplýsingar um eldsvoðann. Reykurinn frá húsinu sést langar leiðir. 14. mars 2012 13:00 Telja að búið sé að ná tökum á eldinum Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segist telja að búið sé að ná tökum á eldinum sem logað hefur í dag. Geymsluhúsnæði hjá SET röraverksmiðjunni brann, sem og skemmtistaðurinn 800 bar. Bæði húsin eru brunninn til kaldra kola en Kristján segir að komið hafi verið í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í sjálfa röraverksmiðjuna, eins og leit út fyrir um tíma. 14. mars 2012 15:59 800 bar brunninn til kaldra kola 800 bar á Selfossi er brunninn til grunna. Slökkviliðsmenn reyna að verjast því að eldurinn breiðist enn frekar út og segir slökkviliðsstjórinn á Selfossi að útlitið sé betra en það var fyrir tíu mínútum síðan. Nú sé ítil hætta sé nú á að eldurinn breiðist út í húsnæði TRS. 14. mars 2012 15:09 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Eldurinn breiðist út - 800 bar logar líka Eldurinn sem kom upp í Set röraverksmiðju rétt eftir klukkan eitt í dag er nú farinn að breiðast út og hefur nú fest sig í þakinu á skemmtistaðnum 800 bar, sem er í samtengdu húsi við röraverksmiðjuna. Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra sem er á staðnum er nú verið að rjúfa þakið á barnum og freista menn þess að koma í veg fyrir að eldurinn nái að læsa sig í næsta hús. Þar er TRS rafeindaþjónustan til húsa. Nærliggjandi fyrirtæki hafa verið rýmd vegna mikils reyks sem gengur yfir svæðið. Að sögn Kristjáns er vindátt þó tiltölulega hagstæð með tilliti til íbúabyggðar. Slökkvilið frá höfuðborgarsvæðinu hefur sent tvö slökkviliðsbíla til Selfoss til að aðstoða slökkviliðsmenn. Allt tiltækt slökkvilið af nærliggjandi svæðum hefur verið kallað til, frá Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Björgunarsveitin á Selfossi er að stjórna umferð þar sem fjöldi ökumanna er að reyna að sjá eldinn. 14. mars 2012 14:32
Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda. 14. mars 2012 15:53
Röraverksmiðja á Selfossi alelda Eldur er laus í Set röraverksmiðju á Selfossi. Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við fréttastofu er húsið alelda og mikill reykur kemur frá húsinu. Lögreglan á Selfossi hefur ekki frekar upplýsingar um eldsvoðann. Reykurinn frá húsinu sést langar leiðir. 14. mars 2012 13:00
Telja að búið sé að ná tökum á eldinum Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu segist telja að búið sé að ná tökum á eldinum sem logað hefur í dag. Geymsluhúsnæði hjá SET röraverksmiðjunni brann, sem og skemmtistaðurinn 800 bar. Bæði húsin eru brunninn til kaldra kola en Kristján segir að komið hafi verið í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í sjálfa röraverksmiðjuna, eins og leit út fyrir um tíma. 14. mars 2012 15:59
800 bar brunninn til kaldra kola 800 bar á Selfossi er brunninn til grunna. Slökkviliðsmenn reyna að verjast því að eldurinn breiðist enn frekar út og segir slökkviliðsstjórinn á Selfossi að útlitið sé betra en það var fyrir tíu mínútum síðan. Nú sé ítil hætta sé nú á að eldurinn breiðist út í húsnæði TRS. 14. mars 2012 15:09