Innlent

Verksmiðjan alelda þegar starfsmenn komu úr hádegismat

Veitingastaðurinn 800 bar er brunninn til kaldra kola.
Veitingastaðurinn 800 bar er brunninn til kaldra kola. mynd/sigríður elín sveinsdóttir
Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set röraverksmiðju, segir að eldurinn hafi blossað upp á mjög stuttum tíma. Starfsfólkið hafi verið í hádegismat í mötuneytinu sem er í öðru húsi og um hálftíma síðar hafi verksmiðjan verið alelda.

Hann segir ekki ljóst hversu mikið tjónið er, en töluvert af tækjum var í húsnæðinu sem og stór lyftari. „Það er ómögulegt að segja til um það núna. Við munum fara betur yfir það þegar þetta er yfirstaðið," segir hann.

„Við erum með starfsemi í tólf byggingum hér á svæðinu og þetta er bara ein af þeim. Eina sem var í þessari byggingu voru sandblásturstæki til að hreinsa stálpípur. Það var sem betur fer ekkert plast þarna eða framleiðslutæki. Þegar ljóst var að eldurinn var laus snérist allt um að verja nærliggjandi byggingar. 800 bar varð alelda á mjög skömmum tíma, þegar við héldum að þetta væri að nást fyrir horn þá var þakið á 800 bar í logum," segir Bergsteinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×