Innlent

Leikstjóri Svartur á leik snýr sér að Ég man þig

Óskar Axelsson, leikstjóri Svartur á leik, hefur verið ráðinn til að leikstýra hrollvekju sem byggð verður á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur „Ég man þig". Sjálfur var hann skíthræddur við lestur bókarinnar og missti svefn.

Óskar þreytti frumraun sína í leikstjórastólnum þegar hann leikstýrði glæpatryllinum Svartur á leik. Nú tekst hann á við sína aðra mynd í fullri lengd.

„Þessi saga og plottið fannst mér alveg frábær formúla. En það er margt sem þarf að breyta til að gera góða bíómynd úr því þannig að það verður trikkí," sagði Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður.

Handritsvinnan er þegar farin af stað en það eru þeir Ottó Borg og Chris Bricks, meðframleiðandi Svartur á leik sem koma að henni.

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður, er aðalframleiðandi Ég man þig. Þá er framleiðslufyrirtækið Zik Zak meðframleiðandi.

„Ég myndi segja að það væri mjög gott ef við náum að gera handritið á þessu ári sem framundan er og ef þetta verður komið í framleiðslu veturinn eftir það væri það fínt. ég held að það sé markmiðið."

Fyrirhugað er að taka myndina upp á Vestfjörðum, þar sem sagan sjálf gerist, en þeim slóðum er Óskar kunnur. Þegar talið berst að leikaravalinu segist hann ætla að huga að því þegar handritið er orðið gott.

„Bókin hélt fyrir mér vöku og ég var skíthræddur um miðja nótt að lesa hana," sagði Óskar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×