Innlent

Reyndi að verjast ofbeldismanni með kíttispaða

Átján ára gamall piltur var dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn sló niður karlmann og sparkaði í hann í jörðinni í janúar árið 2010.

Pilturinn hélt því fram að maðurinn, sem hann þekkti frá fyrri tíð, hafi slegið hundinn sinn með kíttispaða. Því hafi hann ráðist á hann. Maðurinn reyndi að verjast með kíttispaðanum þar sem hann lá í jörðinni og rispaði andlit árásarmannsins.

Dómari taldi viðbrögð mannsins eðlileg. Pilturinn er einnig dæmdur fyrir að stela bensíni. Honum er gert að sæta fangelsi í átta mánuði, en refsingunni er frestað haldi hann almennt skilorð í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×