Innlent

Þráðormur sem greindist í hundum er hættulegur mönnum

Þráðormurinn sem greindist í þremur hundum á höfuðborgarsvæðinu getur verið hættulegur mönnum. Sóttvarnalæknir brýnir fyrir fólki að gæta vel að hreinlæti.

Þráðormurinn Strongyloides stercoralis hefur greinst í þremur hundum og er þetta í fyrsta sem ormurinn finnst í hundum hér á landi utan einangrunarstöðvar.

Tveir hundanna sem sýktir eru komu nýlega frá hundabúinu á Dalsmynni á Kjalarnesi og hefur eigendum búsins verið gefin fyrirmæli um bann við frekari afhendingu hunda frá búinu þar til staðfest hefur verið að smit er ekki lengur til staðar en einn hundanna var með heilmikil sjúkdómseinkenni.

Þráðormurinn lifir aðallega í fólki og smit getur borist á milli manna og dýra.

Haraldur segir bestu leiðina til að forðast smit að huga vel að hreinlæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×