Innlent

Forsetaframboð: Hinir halda ótrauðir áfram - Ástþór lofar Spánarferð

Jón Lárusson lögreglumaður, sem fyrstur tilkynnti um framboð til forseta fyrir komandi kosningar, segir staðráðinn í að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar frá því í gær þess efnis að hann hyggist bjóða sig fram að nýju.

Í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér segist hann gera sér grein fyrir því að brekkan sé brattari fyrir hann en fyrir þekktari einstaklinga en Jón segir að en engin brekka sé svo brött að hún verði ekki gengin „og ekkert er óyfirstíganlegt."

Þá hefur Ástþór Magnússon, sem einnig hefur lýst yfir framboði, boðað til samkeppni til þess að fá fólk til þess að safna nöfnum á meðmælendalistann sem nauðsynlegur er til framboðs. Hann heitir þeim sem flestum undirskriftum safnar ferð til Marbella á Spáni þar sem gist verður í gestaíbúð í húsi Ástþórs sem hann á þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×