Innlent

Fullt út úr dyrum í Landsdómi - myndskeið

Geir H. Haarde og fjölskylda mættu í Þjóðmenningarhúsið rétt fyrir klukkan níu í morgu þar sem aðalmeðferð fer fram í Landsdómsmálinu svokallaða. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis mætti einnig ásamt aðstoðarmönnum sínum. Geir vildi lítið ræða við fjölmiðlamenn.

Í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá Geir og fjölskyldu mæta í Landsdóm. Einnig þegar fólk kemur sér fyrir í salnum í Þjóðmenningarhúsinu en þar er þröngt setið.

Vísir heldur áfram með beina útsendingu klukkan 11.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×