Innlent

Björgvin, Arnór og Davíð fyrir Landsdóm í dag

Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, mun gefa skýrslu fyrir Landsdómi þegar þinghaldi verður fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu klukkan níu.

Síðan munu Arnór Sighvatsson fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans og Davíð Oddsson fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans gefa skýrslu fyrir réttinum.

Skýrslutakan yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra tók átta klukkustundir í gærdag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×