Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2012 20:30 Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. Eins og víða annarsstaðar á Vestfjörðum þá er það fiskeldi sem er að hjálpa til. Í fiskiðju sem áður tilheyrði þrotabúi Eyrarodda hefur nú aftur færst líf en í frétt Stöðvar 2 er sýnt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri. Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, segir að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2.000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust," segir Eiríkur Finnur. Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum, gerir út einn bát og annar er á leiðinni. Starfsmenn fyrirtækjanna nú orðnir yfir þrjátíu talsins og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum. Það er til marks um breytta tíma að hér er það eldisfiskur sem treystir fiskvinnsluna og því freistandi að spyrja hvort fiskeldið muni reisa við byggð á Vestfjörðum. Eiríkur Finnur telur erfitt að spá um framtíðina en segir þó að eigendur Arctic Odda og Dýrfisks hafi mikla trú á því að góð framtíð sé í eldi á þessu svæði. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. Eins og víða annarsstaðar á Vestfjörðum þá er það fiskeldi sem er að hjálpa til. Í fiskiðju sem áður tilheyrði þrotabúi Eyrarodda hefur nú aftur færst líf en í frétt Stöðvar 2 er sýnt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri. Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, segir að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2.000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust," segir Eiríkur Finnur. Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum, gerir út einn bát og annar er á leiðinni. Starfsmenn fyrirtækjanna nú orðnir yfir þrjátíu talsins og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum. Það er til marks um breytta tíma að hér er það eldisfiskur sem treystir fiskvinnsluna og því freistandi að spyrja hvort fiskeldið muni reisa við byggð á Vestfjörðum. Eiríkur Finnur telur erfitt að spá um framtíðina en segir þó að eigendur Arctic Odda og Dýrfisks hafi mikla trú á því að góð framtíð sé í eldi á þessu svæði.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira