Nýrnasjúklingar þurfa að flytja Erla Hlynsdóttir skrifar 6. mars 2012 20:31 Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. Í dag eru sextíuogfimm sjúklingar sem koma á Landspítalann þrisvar í viku og eru í blóðskilunarvél í um fjóra tíma í senn. „Þessi meðferð er bara í boði á Landspítalanum og hvergi annars staðar," segir Margrét Ásgeirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri skilunardeildar Landspítalans. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi í liðinni viku við Hólmar Þór Stefánsson sem er bundinn við blóðskilunartæki. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að fara á skíðaferð til Akureyrar, og tók tækið með sér - nokkuð sem þarfnaðist mikillar fyrirhafnar. Margrét segir mikilvægt að skoða hvort hægt sé að setja á laggirnar eins konar útibú frá skilunardeildinni úti á landi. Fjórir nýrnasjúklingar á landsbyggðinni hafa gefist upp á því að þurfa að ferðast til Reykjavíkur í blóðskilun og hafa því hreinlega flutt til höfuðborgarinnar. Tveir til viðbótar af landsbyggðinni halda nánast alveg til í Reykjavík. Þeir eru þá fjarri fjölskyldu sinni og ástvinum langtímum saman. Þá eru átta nýrnasjúklingar á Suðurnesjum sem þrisvar í viku þurfa að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. Fæstir treysta sér til að keyra sjálfir heim eftir meðferð og þurfa því bílstjóra. Hólmar benti á að blóðskilunarvélar væru í skemmtiferðaskipum sem sigldu um Karabíahafið. Hann ætti hins vegar mjög erfitt með að ferðast um Ísland. Margrét segir að útibú frá blóðskilunardeild á landsbyggðinni myndi auka ferðafrelsi sjúklinga. „Síðan myndi það gefa þeim sem eru að byrja í blóðskilun smá val um hvar þeir vilja búa. í dag hefur fólk ekkert val um annað en að flytja til Reykjavíkur eða ferðast mikið," segir Margrét Hefur verið skoðað af einhverri alvöru að opna útibú, til dæmis á Akureyri? „Það hefur verið skoðað en kannski ekki af fullri alvöru en það stendur til að skoða það núna," segir hún. Tekið skal fram að við lokastig nýrnabilunar geta flestir sjúklingar valið milli tveggja meðferða, blóðskilunar eða kviðskilunar. Þó eru akki allir sem geta verið í kviðskilun og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sem stendur eru 17 manns í kviðskilun. Starfsemi skilunardeildar eykst stöðugt og hefur komum á hana fjölgað um 40% frá árinu 2005. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fjórir nýrnasjúklingar hafa flutt búferlum því engin blóðskilunarvél er á landsbyggðinni. Aðrir eru langdvölum fjarri ástvinum sínum vegna blóðskilunar. Í dag eru sextíuogfimm sjúklingar sem koma á Landspítalann þrisvar í viku og eru í blóðskilunarvél í um fjóra tíma í senn. „Þessi meðferð er bara í boði á Landspítalanum og hvergi annars staðar," segir Margrét Ásgeirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri skilunardeildar Landspítalans. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi í liðinni viku við Hólmar Þór Stefánsson sem er bundinn við blóðskilunartæki. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að fara á skíðaferð til Akureyrar, og tók tækið með sér - nokkuð sem þarfnaðist mikillar fyrirhafnar. Margrét segir mikilvægt að skoða hvort hægt sé að setja á laggirnar eins konar útibú frá skilunardeildinni úti á landi. Fjórir nýrnasjúklingar á landsbyggðinni hafa gefist upp á því að þurfa að ferðast til Reykjavíkur í blóðskilun og hafa því hreinlega flutt til höfuðborgarinnar. Tveir til viðbótar af landsbyggðinni halda nánast alveg til í Reykjavík. Þeir eru þá fjarri fjölskyldu sinni og ástvinum langtímum saman. Þá eru átta nýrnasjúklingar á Suðurnesjum sem þrisvar í viku þurfa að fara til Reykjavíkur í blóðskilun. Fæstir treysta sér til að keyra sjálfir heim eftir meðferð og þurfa því bílstjóra. Hólmar benti á að blóðskilunarvélar væru í skemmtiferðaskipum sem sigldu um Karabíahafið. Hann ætti hins vegar mjög erfitt með að ferðast um Ísland. Margrét segir að útibú frá blóðskilunardeild á landsbyggðinni myndi auka ferðafrelsi sjúklinga. „Síðan myndi það gefa þeim sem eru að byrja í blóðskilun smá val um hvar þeir vilja búa. í dag hefur fólk ekkert val um annað en að flytja til Reykjavíkur eða ferðast mikið," segir Margrét Hefur verið skoðað af einhverri alvöru að opna útibú, til dæmis á Akureyri? „Það hefur verið skoðað en kannski ekki af fullri alvöru en það stendur til að skoða það núna," segir hún. Tekið skal fram að við lokastig nýrnabilunar geta flestir sjúklingar valið milli tveggja meðferða, blóðskilunar eða kviðskilunar. Þó eru akki allir sem geta verið í kviðskilun og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sem stendur eru 17 manns í kviðskilun. Starfsemi skilunardeildar eykst stöðugt og hefur komum á hana fjölgað um 40% frá árinu 2005.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent