Innlent

Allur ágóði af Eldhafi rennur til UNwoman

Eldhaf í Borgarleikhúsinu hefur verið sýnd fyrir fullu húsi um nokkurt skeið. Í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna 8.mars næstkomandi hefur verið ákveðið að styrkja UNwoman með sýningu á morgun 7.mars og allur ágóði hennar rennur til hjálparsamtakanna.

Unnur Ösp Stefánsdóttir ræðir örlítið um Eldhaf en hætta verður sýningum mjög fljótlega þar sem Unnur er barnshafandi.

Hægt er að sjá umfjöllun Íslands í dag um sýninguna í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×