Innlent

"Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana"

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andri Árnason, verjandi Geirs, fer yfir stöðu mála með saksóknurum Alþingis.
Andri Árnason, verjandi Geirs, fer yfir stöðu mála með saksóknurum Alþingis. mynd/ GVa.
„Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta," sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg.

„Við settum í gang mikið prógramm við að reyna að bæta upplýsingakerfi og reyna að fá í gang aukið fjármagn til að fjölga starfsmönnum," sagði Jónas Fr. Þetta hafi í fyrstu mætt mikilli andstöðu frá bönkunum. „Árið 2008 voru menn komnir á hálfgerðan byrjunarpunkt kannski," sagði Jónas og átti við að þá hafi stofnunin aðeins verið farin að styrkjast.

„Svo þegar neyðin var stærst var Fjármálaeftilitinu falið að framkvæma neyðarlögin. Þetta var heilmikið átak fyrir þennnan litla hóp að takast á við þessa þrjá alþjóðlegu banka," sagði Jónas og benti á að efnahagsreikningar þeirra hefðu numið þúsundum milljarða. Verkefnið hafi verið gríðarlega stórt. „Ég man að sonur minn sagði: Pabbi! Þú ert aldrei heima nema á morgnana."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×