Innlent

Hafði gríðarlegar áhyggjur af Icesave-reikningunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu bar vitni í dag.
Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu bar vitni í dag.
Ráðuneytisstjóra í samráðshópi um fjármálastöðugleika greindi á um það hvort ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda sumarið 2008. Sjóðurinn sjálfur ber ábyrgð á Icesave-innistæðunum.

Baldur Guðlaugsson sagði fyrir Landsdómi í gær að honum hefði ekki fundist vera ríkisábyrgð á innistæðunum. Jónína mætti svo fyrir Landsdóm í dag og hafði annað um málið að segja „Mér fannst hins vegar hægt að færa fram frambærileg rök að ríkið gæti borið ábyrgð á þessu. Ekki það að það væri það sem ég kysi, ég vildi bara að þeir sem tækju ákvarðanir væru upplýstir um báðar hliðar," sagði Jónína. Enda hafi það komið á daginn að málið væri umdeilt.

Jónína sagðist hafa haft gríðarlegar áhyggjur af því að ekki hefði tekist að setja Icesave-reikningana í ágúst 2008. „Ég hafði gríðarlegar áhyggjur af þessari stöðu og sá ekki að þetta væri að takast," sagði hún fyrir dómi í dag.

Jónína og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra funduðu tvisvar með bankastjórum Landsbankans í ágústmánuði þetta árið. Aðspurð sagðist Jónína ekki vita hvort hvort þeim hafi verið full alvara með því að færa reikningana í dótturfélag. „Ég bara sannast sagna veit það ekki. Ég held að þeir hafi ekki verið ánægðir með þessa stöðu en hafi kannski viljað leita leiða," sagði hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×