Innlent

Enn í lífshættu

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás á mánudaginn, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Ráðist var á framkvæmdastjórann á mánudaginn en árásarmaðurinn, Guðgeir Guðmundsson, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. apríl. Honum hefur verið gert að sæta geðrannsókn en það tekur um sex til átta vikur að fá niðurstöður úr henni. Guðgeir stakk framkvæmdastjórann ítrekað með hnífi og hlaut hann meðal annars sár á brjósti, hálsi og kviðarholi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×