Vilja banna Passíusálmana vegna gyðingahaturs 24. febrúar 2012 12:08 Rabbíinn Abraham Cooper, aðstoðarforseti hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, hefur ritað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem þess er krafist að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins og tíðkast ætíð á páskum. Stofnunin berst fyrir réttindum gyðinga um heim allan en Simon Wiesenthal sjálfur helgaði líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista. Í bréfinu, sem birt er á bloggi Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar, segist Abraham hneykslaður á andgyðinglegum tóni sem víða sé að finna í sálmunum. „Það eru fleiri en 50 tilvísanir til gyðinga, sem allar eru neikvæðar, flestar styðja þær við hatursfullar hugmyndir um gyðinga sem lögðu grunninn að ofsóknum og hatri í garð gyðinga í tvöþúsund ár." „Það er óhugsandi að slík ósvinna sé höfð frammi, og enn verra er að henni sé útvarpað í nútímalegu lýðræðisþjóðfélagi. Sú staðreynd að andgyðinglegur áróðurinn sé lesinn upp af mikilsvirtum þjóðfélagsþegnum gerir ekkert annað en að styrkja hatursáróðurinn gegn gyðingum og eitra huga nýrra kynslóða." Með bréfinu fylgja dæmi úr Passíusálmunum sem Cooper segir renna stoðum undir mál sitt. „Með mikilli virðingu, en af fullri alvöru, biðjum við þig og aðra forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að hætta í eitt skipti fyrir öll að útvarpa Passíusálmunum. Íslenska þjóðin og gyðingar eiga betra skilið." Ekki náðist í Pál Magnússon við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Rabbíinn Abraham Cooper, aðstoðarforseti hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, hefur ritað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem þess er krafist að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins og tíðkast ætíð á páskum. Stofnunin berst fyrir réttindum gyðinga um heim allan en Simon Wiesenthal sjálfur helgaði líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista. Í bréfinu, sem birt er á bloggi Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar, segist Abraham hneykslaður á andgyðinglegum tóni sem víða sé að finna í sálmunum. „Það eru fleiri en 50 tilvísanir til gyðinga, sem allar eru neikvæðar, flestar styðja þær við hatursfullar hugmyndir um gyðinga sem lögðu grunninn að ofsóknum og hatri í garð gyðinga í tvöþúsund ár." „Það er óhugsandi að slík ósvinna sé höfð frammi, og enn verra er að henni sé útvarpað í nútímalegu lýðræðisþjóðfélagi. Sú staðreynd að andgyðinglegur áróðurinn sé lesinn upp af mikilsvirtum þjóðfélagsþegnum gerir ekkert annað en að styrkja hatursáróðurinn gegn gyðingum og eitra huga nýrra kynslóða." Með bréfinu fylgja dæmi úr Passíusálmunum sem Cooper segir renna stoðum undir mál sitt. „Með mikilli virðingu, en af fullri alvöru, biðjum við þig og aðra forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að hætta í eitt skipti fyrir öll að útvarpa Passíusálmunum. Íslenska þjóðin og gyðingar eiga betra skilið." Ekki náðist í Pál Magnússon við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira