Innlent

Deilt um ákæru gegn Geir

Alþingi hófst klukkan þrjú en um klukkan hálffjögur hefst síðari umræða um tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun á ákæru á hendur Geirs H. Haade, fyrrverandi forsætisráðherra. Stefnt er á að atkvæði verði greidd um málið á morgun.

Eins og kunnugt er mælti Bjarni fyrir að ákæran yrði dregin til baka þann 20. janúar síðastliðinn. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði þá til að tillögunni yrði vísað frá. Því var hafnað og tillagan var því tekin fyrir í stjórnskipunarnefnd. Meirihluti nefndarinnar lagði svo til á dögunum að ályktuninni yrði vísað frá.

Að óbreyttu ætti Landsdómur að koma saman á mánudag þegar aðalmeðferð hefst í málinu gegn Geir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×