Innlent

Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja

Skúlaskeið.
Skúlaskeið.

Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur.

Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður.

Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota.

Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg.

Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni.

Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×