Erlent

Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars

Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman.

Í frétt um málið á kvikmyndavefnum Deadline segir að Wahlberg myndi leika hitt aðalhlutverkið í myndinni. Þetta yrði framhaldið af mjög árangursríki samstarfi leikstjórans og leikarans í myndinni Contraband.

2 Guns er byggð á skáldsögu Steven Grant og fjallar um lögreglumann og njósnara í flotanum sem eru að rannsaka hvorn annan vegna þjófnaðar á fjármunum frá mafíunni. Reiknað er með að gerð myndarinnar hefjist seinna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×