Innlent

Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum

Frá björgunaræfingu Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.
Frá björgunaræfingu Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.
Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrla norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag.

Landhelgisgæslunni, bæði í Noregi og á Íslandi, barst neyðarkall frá skipinu skömmu fyrir hálf tvö í gærdag. Svo virðist sem skipið hafi sokkið snögglega. Sá sem lifði af horfði á eftir tveimur félögum sínum hverfa í hafið. Sá þriðji sem lést, komst í lekan flotgalla og er það líklega ástæðan fyrir því að hann drukknaði.

Það var ekki fyrr en rúmlega fimm síðdegis í gær, sem áhöfn þyrlu norsku landhelgisgæslunnar fann manninn á lífi. Skömmu síðar fannst mannlaus björgunarbátur á svæðinu.

Leit var svo hætt á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna óveðurs. Fárviðri geisaði á svæðinu og ölduhæð fór í fimmtán metra þegar verst lét.

Togarinn var smíðaður árið 1974. Hann var í eigu útgerðarfélags á Siglufirði. Skipið hafði verið selt í brotjárn í Noregi og var því á leiðinni þangað.

Sjómanninum var flogið til Álasunds í gær eftir að honum var bjargað. Hann fær svo áfallahjálp í dag. Mennirnir sem létust voru allir á sextugsaldri. Sá sem lifði var á fertugsaldri.


Tengdar fréttir

Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað

Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi.

Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi.

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu

Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.

Fárviðri á leitarstað - þriggja manna enn leitað

Veðurskilyrði hafa versnað á svæðinu þar sem þriggja manna er nú leitað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu eru 30 metrar á sekúndu á svæðinu sem er fárviðri. Ölduhæð fer upp í fimmtán metra.

Fundu mannlausan björgunarbát

Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×