Innlent

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu

Þriggja skipverja er leitað.
Þriggja skipverja er leitað.
Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni til landsins þar sem rífa átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.

Landhelgisgæslunni í Noregi og hér á Íslandi barst neyðarkall frá skipinu um klukkan hálf tvö að íslenskum tíma.

Tvær þyrlur voru sendar á vettvang en þær áttu í talsverðum vandræðum með að komast þangað þar sem skipið er langt frá landi og veður vont. Því þurftu þær að stoppa og bæta á eldsneyti. Það var svo síðdegis, rúmlega fimm, sem tilkynning barst um að einum sjómanni hefði verið bjargað.

Þriggja er því enn saknað. Ölduhæð á svæðinu er mikil. Í mestu hviðunum nær hún fimmtán metrum á hæð. Fárviðri er á svæðinu.

Brak úr skipinu er sjáanlegt samkvæmt talsmanni Landhelgisgæslunnar í Noregi.

Orion-flugvél á vegum norska hersins er á leiðinni en flugvélin er búin hitamyndavél og öflugri ratsjá. Þá er björgunarskip einnig á leiðinni.

Fjallað verður nánar um málið í fréttum stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×