Innlent

Fárviðri á leitarstað - þriggja manna enn leitað

Veðurskilyrði hafa versnað á svæðinu þar sem þriggja manna er nú leitað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu eru 30 metrar á sekúndu á svæðinu sem er fárviðri. Ölduhæð fer upp í fimmtán metra.

Þá er orðið dimmt úti sem gerir leitarmönnum erfiðara um vik. Skipið sökk um 270 kílómetrum frá landi en það tekur björgunarþyrlur um tvær klukkustundir að fljúga fram og til baka.

Þetta gerir björgunarstarf enn erfiðara því þær stoppa stutt þar sem þær þurfa sífellt að snúa aftur eftir meira eldsneyti. Þá er hvíldartími flugáhafnarinnar afar strangur og þannig lítur út fyrir að áhöfn annarrar þyrlunnar þurfi að hætta leit. Óljóst er hvort þá verði haldið áfram að leita mannanna á tveimur þyrlum.

Þegar er flugvél á vegum norska hersins af gerðinni Orion á flugi yfir svæðinu. Hún býr yfir hitamyndavél og radar.

Einum manni hefur verið bjargað. Hann er við góða heilsu. Fyrr í kvöld fundu björgunarmenn mannlausan björgunarbát.


Tengdar fréttir

Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað

Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi.

Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi.

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu

Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.

Fundu mannlausan björgunarbát

Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×