Innlent

Norska varðskipið Bergen sent til leitar á Noregshafi

Norska varðskipið Bergen er á leið á hafsvæðið þar sem togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag.

Sá sem stjórnaði leitinni að skipverjum togarans í gærdag, Jan Lilleböe, segir í samtali við Verdens Gang að ástæðan fyrir siglingu varðskipsins sé að enn heyrist í neyðarsendi frá togaranum .

Þegar veður lægir á þessum slóðum er ætlunin að finna sendirinn og einnig leita að líkum þeirra þriggja sem fórust með togaranum.

Reiknað var með að varðskipið gæti hafið leitina um hádegisbilið í dag en leitinni hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×