Innlent

Fundu mannlausan björgunarbát

Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag.

Einum manni var bjargað á sjötta tímanum en aðstæður eru verulega erfiðar fyrir björgunarmenn. Fárviðri er á svæðinu og ölduhæð um 15 metrar þegar verst lætur.

Nú greinir Afteposten frá því að mannlaus björgunarbátur hafi fundist á svæðinu. Mennirnir hafa ekki enn fundist.

Tvær þyrlur sinna björgunarstörfum en vegna þess hversu langt frá landi báturinn sökk þurfa þyrlunnar að fylla reglulega á eldsneyti sem gerir það að verkum að þær geta ekki leitað lengi á hverjum tíma. Flugvél af gerðinni Orion flýgur nú yfir svæðið en hún býr yfir sérstökum leitarbúnaði sem greinir meðal annars hita.


Tengdar fréttir

Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað

Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi.

Íslenskt skip sökk nærri Noregi - þriggja saknað

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:14 neyðarkall frá íslensku togskipi með fjóra menn um borð sem var staðsett innan norskrar lögsögu eða 150 sjómílur Norðvestur af Álasundi í Noregi.

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu

Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×