Nemendur Listaháskólans að baki H&M gjörningnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2012 14:34 Á rúðum hússins við Laugaveg 91 voru skilaboð um að H&M myndi opna. Það voru annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands sem settu auglýsingar á rúður í húsum á Laugaveginum þar sem tekið var fram að H&M og fleiri verslanir myndu opna innan skamms á Íslandi. Hjálmar Ragnarsson, rektor skólans, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Í einu námskeiði sem er kennt eftir áramót á öðru ári í skólanum er nemendum úr öllum deildum skólans blandað saman og taka þeir fyrir ákveðin málefni. „Markmiðið er það að þau kynnist og ræði innbyrðis og taki á einhverjum málefni sem þeim finnst áhugaverð og spennandi," segir Hjálmar í samtali við Vísi. Markmið eins hópsins var að finna hvað það væri sem færði hamingju í líf fólks. Augljóst er á viðbrögðum fólks að H&M færir fólki hamingju. „Þeim fannst bara virkilega áhugavert að vekja athygli á því hvað getur gert fólk hamingjusamt. Það veitir ekki af í þessu svartnætti," segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að von sé á fleiri gjörningum af þessu tagi enda sé þetta gert í góðum anda. Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af gjörningi þessara upprennandi listamanna. Eftir að frétt Vísis um boðaða opnun H&M verslunar á Íslandi birtist fékk ritstjórnin símtal þar sem kvartað var undan birtingu fréttarinnar og sagt að hún gæti haft verðmyndandi áhrif á bréf í Högum, sem er skráð í Kauphöll Íslands. Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það voru annars árs nemendur í Listaháskóla Íslands sem settu auglýsingar á rúður í húsum á Laugaveginum þar sem tekið var fram að H&M og fleiri verslanir myndu opna innan skamms á Íslandi. Hjálmar Ragnarsson, rektor skólans, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Í einu námskeiði sem er kennt eftir áramót á öðru ári í skólanum er nemendum úr öllum deildum skólans blandað saman og taka þeir fyrir ákveðin málefni. „Markmiðið er það að þau kynnist og ræði innbyrðis og taki á einhverjum málefni sem þeim finnst áhugaverð og spennandi," segir Hjálmar í samtali við Vísi. Markmið eins hópsins var að finna hvað það væri sem færði hamingju í líf fólks. Augljóst er á viðbrögðum fólks að H&M færir fólki hamingju. „Þeim fannst bara virkilega áhugavert að vekja athygli á því hvað getur gert fólk hamingjusamt. Það veitir ekki af í þessu svartnætti," segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að von sé á fleiri gjörningum af þessu tagi enda sé þetta gert í góðum anda. Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af gjörningi þessara upprennandi listamanna. Eftir að frétt Vísis um boðaða opnun H&M verslunar á Íslandi birtist fékk ritstjórnin símtal þar sem kvartað var undan birtingu fréttarinnar og sagt að hún gæti haft verðmyndandi áhrif á bréf í Högum, sem er skráð í Kauphöll Íslands.
Tengdar fréttir Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31 Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36 H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Boða opnun H&M á Íslandi Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð. 27. janúar 2012 01:31
Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna. 27. janúar 2012 09:36
H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun. 27. janúar 2012 10:15