Viðskipti innlent

Boða opnun H&M á Íslandi

HJH og JHH skrifar
Mynd af glugganum á Laugavegi 89. Eins og sjá má stendur að verið sé að undirbúa opnun H&M.
Mynd af glugganum á Laugavegi 89. Eins og sjá má stendur að verið sé að undirbúa opnun H&M.
Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð.

Fyrir tæpu ári síðan var sagt frá því í Fréttablaðinu að verið væri að kanna möguleika á að opna H&M. Í fréttinni kom fram að eitt skilyrðanna fyrir því að fyrirtækið komi hingað væri að það gæti opnað tvær verslanir. Þá voru viðræður uppi um að önnur verslunin yrði á Laugavegi. Hin yrði hugsanlega í Smáralind.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.