Innlent

Edda hætt við að kæra Hjört

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Edda Sif Pálsdóttir hefur dregið kæruna á Hjört til baka.
Edda Sif Pálsdóttir hefur dregið kæruna á Hjört til baka. mynd/ HAG.
Samkomulag hefur tekist milli Hjartar Júlíusar Hjartarsonar og Eddu Sifjar Pálsdóttur, sem bæði hafa gegnt starfi íþróttafréttamanns á RÚV, vegna líkamsárásarkæru sem Edda lagði fram á Hjört. Árásin mun hafa átt sér stað í hófi eftir að Íþróttamaður ársins var kynntur í byrjun janúar.

Í samkomulaginu felst að Hjörtur hefur viðurkennt fulla ábyrgð í þessu máli og beðið Eddu Sif fyrirgefningar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Hjartar og Eddu sendu sameiginlega á fjölmiðla segir að Hjörtur harmi mjög framkomu sína umrætt kvöld sem hafi með öllu verið óafsakanleg. Edda muni afturkalla kæru sína hjá lögreglu í málinu. Aðilar séu sammála um að tjá sig ekki frekar um málið.

Hirti var sagt upp störfum á RÚV eftir umrætt atvik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×