Enski boltinn

Messan: Eggert er ánægður með gott gengi Bellamy hjá Liverpool

Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, hefur leikið vel með liðinu í vetur frá því hann kom til liðsins í annað sinn á ferlinum s.l. sumar. Bellamy er umdeildur og margir telja að það sé ómögulegt að vinna með honum en Eggert Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, er ósammála því að Bellamy sé „vandræðadrengur" frá Wales. Eggert þekkir vel til Bellamy en hann lék með West Ham 2007-2009.

„Mér fannst gott að vinna með Bellamy," sagði Eggert í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. „Hæfileikar hans eru til staðar, hann er öskufljótur, og skorar mörk þegar sá gállinn er á honum. Hann nýtur þess að spila fótbolta. Mér finnst hann frábær knattspyrnumaður og það gleður mitt hjarta mikið að sjá hann hjá Liverpool, að skora mörk og vera einn af betri leikmönnum liðsins. Mér finnst Liverpool spila miklu betur þegar hann er með," sagði Eggert m.a. í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×