Enski boltinn

Áfrýjun QPR hafnað | Barton í þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton virtist skalla Bradley Johnson á mánudagskvöldið.
Joey Barton virtist skalla Bradley Johnson á mánudagskvöldið. Nordic Photos / Getty Images
Joey Barton þarf að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik QPR og Norwich á mánudagskvöldið.

Barton kom QPR yfir með marki snemma í leiknum en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir óíþróttamannslega hegðun eftir að honum lenti saman við Bradley Johnson, leikmann QPR.

QPR áfrýjaði dómnum en enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að málið hefði verið tekið fyrir. Áfrýjuninni hafi þó verið hafnað.

Barton missir því af leik QPR gegn MK Dons í ensku bikarkeppninni um helgina, sem og leikjum liðsins gegn Newcastle og Wigan í ensku úrvalsdeildinni á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×