Enski boltinn

Forsíða The Independent: United tilbúið að selja Wayne Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney
Wayne Rooney Mynd/AP
Enska blaðið The Independent slær því upp á forsíðu sinni á morgun að Manchester United sé tilbúið að selja Wayne Rooney. Það er jafnframt búist við því að United sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem félagið neitar þessu.

Manchester United gæti örugglega fengið á bilinu 50 til 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsframherjann sem ætti að duga fyrir nokkrum góðum leikmönnum en mörgum finnst United þurfa styrkja leikmannahópinn sinn nú í janúar þar sem að margir lykilmenn liðsins eru meiddir.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið óhræddur að láta stjörnur sínar fara á hátindi frægðar sinnar eins og dæmin með David Beckham og Cristiano Ronaldo sýna.

Það voru fréttir af því á dögunum að Rooney hafi lent upp á kant við stjórann og hann var í kjölfarið settur út úr liðinu fyrir tapleikinn á móti Blackburn. Rooney gat síðan ekkert í tapinu á móti Newcastle í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×