Enski boltinn

Di Canio: Félagið á að gera eitthvað sérstakt fyrir leikmennina

Di Canio grét af gleði eftir leikinn í dag.
Di Canio grét af gleði eftir leikinn í dag.
Strákarnir hans Paolo Di Canio hjá Swindon stálu senunni í ensku bikarkeppninni í dag er þeir slógu út úrvalsdeildarlið Wigan. Di Canio var að rifna af stolti eftir leikinn.

"Strákarnir eiga skilið eitthvað sérstakt frá félaginu eftir þennan sögulega sigur. Það ætti að setja nafn þeirra einhvers staðar upp á vellinum," sagði Ítalinn tilfinningaríki.

"Ég er ekki að fara fram á neina stóra styttu. Bara lítinn platta þar sem þessu afreki eru gerð skil. Þetta var nefnilega ansi sérstakur sigur.

"Strákarnir sýndu í þessum leik að draumar geta ræst. Þeir höfðu meiri trú en ég í hálfleik. Við áttum þess utan sigurinn skilinn. Vorum betra liðið eins og sést meðal annars á tölfræði leiksins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×