Enski boltinn

Rooney á Twitter: Ég gaf ekki rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, notaði twitter-síðu sína til þess að tjá sig um ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, um að Rooney hafi séð til þess að Vincent Kompany fékk rauða spjaldið á 12. mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær.

Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Manchester United á Manchester City en United komst í 3-0 í fyrri hálfleiknum en var 1-0 yfir þegar Kompany var rekinn útaf.

„Fyndið að fólk haldi að ég hafi látið reka Kompany útaf. Ég er ekki dómari og ég gaf ekki rauða spjaldið. Þetta var samt pottþétt rautt spjald enda um tveggja fóta tæklingu að ræða," skrifaði Rooney.

Rio Ferdinand er einnig sammála Rooney um að rauða spjaldið hafi verið rétt. „Hvernig geta menn verið að ræða þetta rauða spjald í gær. Þegar þú ferð í tæklingu með tvo fætur á lofti þá er það bara rautt spjald," skrifaði Rio Ferdinand á twitter-síðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×