Enski boltinn

Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alejandro Faurlin borinn af velli.
Alejandro Faurlin borinn af velli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina.

Alejandro Faurlin er 25 ára argentínskur miðjumaður sem hefur spilað allar mínútur liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa en hann kom til QPR frá argentínska félaginu Instituto sumarið 2009.

„Ég vildi bara láta ykkur vita af því að ég var að fá slæmar fréttir. Ég hef slitið krossbandið og verð ekkert meira með á tímabilinu. Ég er virkilega vonsvikinn," sagði Alejandro Faurlin.

Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður og tryggði QPR 1-1 jafntefli á móti MK Dons. Markið hans kom eftir að Faurlin var farinn útaf og QPR var orðið manni færra þar sem liðið var búið með allar þrjár skiptingar sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×