Veitir fólki innblástur með risaverki 22. september 2012 19:00 Rafaella Brizuela Sigurðardóttir málar risastórt málverk á vegg á Laugaveginum. fréttablaðið/valli „Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Það þarf að lífga upp á þetta hverfi því þarna er lítið útsýni. Vonandi veitir þessi mynd fólki innblástur," segir listakonan Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún er önnum kafin þessa dagana við að mála risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159. Verkefnið hófst fyrir þremur vikum og stefnt er á að það klárist eftir um tvær vikur. „Bróðir vinar míns á íbúð í þessu húsi. Hann vildi lífga upp á þennan stað og spurði hvort ég hefði áhuga á að hjálpa til. Ég játaði því en fór svo til Kína og það varð ekkert úr þessu fyrr en þremur árum seinna þegar ég kom til baka," segir Rafaella. Um eitt ár fór í að sækja um styrki fyrir verkefnið, auk þess sem Stoð útvegaði ókeypis stillansa og Málning útvegaði málninguna. Eldur og ís hefur styrkt verkefnið með léttum veitingum. Þetta er stærsta veggmynd Rafaellu til þessa. Hún öðlaðist reynslu af slíkum verkum þegar hún var í listnámi í Los Angeles og starfaði undir stjórn aðgerðasinna og listamanns sem hefur gert stór slík verk þar í borg. Hún hefur fengið aðstoð frá ýmsum síðan verkið hófst, jafnt ungum sem öldnum. „Það eru allir rosalega spenntir og þetta veitir fólki innblástur. Sumir koma líka með mat, þannig að þetta hefur verið alveg yndislegt." Rafaella málar á hverjum degi þangað til sólin sest um hálfníuleytið. „Þetta er dálítið erfitt. Ég fæddist í Mexíkó og er með svolítið suðrænt blóð og skinn, þannig að mér er rosalega kalt en þetta er líka mjög spennandi." Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. „Myndin er um fiska og haf. Ég hugsa mikið um sjómennina og það sem Íslendingar eru búnir að ganga í gegnum." Hægt er að fylgjast með framgangi málverksins á Facebook-síðunni Draumur hafsins. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira