Skýrslutöku yfir Davíði Oddssyni, fyrrum formanni bankastjórnar Seðlabankans, lauk nú fyrir stundu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um Landsdómsmálið sem hefur staðið yfir síðan klukkan 10 í morgun. Meðal annars verður viðtal við Davíð Oddsson sýnt í kvöldfréttatímanum sem hefst á slaginu klukkan 18:30. Viðtalið verður sýnt í heild sinni í Íslandi í dag sem hefst strax eftir fréttir.
Viðtal við Davíð Oddsson í kvöldfréttum Stöðvar 2
